�lafur Kaaber's profile

LÚVÍ - Ólafur Rúnar Kaaber


Í byrjun áfangans varpaðist yfir allan líkamann stress, ég varð að búa til mitt eigið listaverk sem átti að vera til sýnis fyrir framan allan skólann. Það sem róaði mig var tepokinn sem Unnur Knudsen gaf mér, á honum stóð setning sem kom eins og himnasending frá tepoka guðunum ,,Stop overthinking, just take the next small step“. Skyndilega leið mér betur og eftir að hafa skoðað hvað ég hafði gert á öllum mínum árum í Verzló var ég viss um að ég hafði hæfnina í að búa til skapandi og glæsilegt listaverk. Eini gallinn var að ég var ekki viss um hvar ég skyldi byrja, við gerðum fullt af verkefnum sem átti að koma hugmyndafluginu af stað en ekkert kom í kollinn á mér. Ég skoðaði mig um á netinu og fattaði þá að það sem mig langaði að gera var lag. 

Þegar ég byrjaði á verkefninu vissi ég ekki neitt hvað mig langaði að gera. Það eina sem ég var viss um var að mig langaði að semja lag. Ég hef samið nokkur lög og veit ég því nokkuð vel bestu leiðina til þess að fá hugmynd að konsepti, það er að fara á netið og skoða gamla gullmola og fá innblástur frá þeim. Ég fór vel og vandlega yfir mörg lög sem ég hlustaði á þegar ég var lítill og datt þar m.a. inn á radioactive með imagine dragons. Það sem er magnað við þessa aðferð er að oft koma hugmyndir sem þú myndir aldrei búast við allt í einu inn í kollinn á þér og þá fer hugmyndaflugið af stað eins og domino kubbar. Þegar ég hlustaði á alla gömlu gullmolana þá fattaði ég hvað lífið var einfalt þegar ég var lítill pjakkur, þá þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af neinu. 

Nú fara brátt að koma þau tímamót að yfirgefa Verzló og halda út í lífið. Ég er búinn að hugsa hvað mig langar að gera en hef ekki hugmynd hvað í raun og veru mig langar að gera. Í Verzló þá er maður búinn að vera inn í ákveðnari búbblu þar sem lífið er svo þægilegt og einfalt en brátt þarf maður að sprengja þessa búbblu og finna nýja. 
Þetta lag er því tileinkað þessum tímamótum í lífi mínu þar sem ég hef fengið spurninguna ,,Hvað ætlarðu að gera eftir menntaskóla?´´ milljón sinnum á þessu skólaári en get aldrei svarað þeirri spurningu. Ég veit að ég er alls ekki sá eini sem er að ganga í gegnum þessi tímamót og því veit ég að margir munu tengja.

Þegar þú ert að semja lag er gríðarlega gott að hafa konsept sem margir tengja við svo ég var kominn með algjöran gullmola í hönd mína en nú var það spurning um að framkvæma. Eftir að laga hugmyndin var fædd heyrði ég í félaga mínum Friðriki Jónssyni sem er mikið í því að gera tónlist og hann var heldur betur til í slaginn. Við unnum lengi vel að hljómum og töktum og að lokum var takturinn tilbúinn. Nú var kominn taktur og hugmynd og næsta skref var textasmíð. Ég skrifaði mörg rím og skoðaði nokkur ljóð. Næst skrifaði ég texta sem ég fór aftur og aftur yfir, textinn sem ég skrifaði fyrst leit ekki neitt út eins og lokaútkoman. Á meðan að ég samdi textann þá hlustaði ég á lagið og þá komu öll gömlu youtube myndböndin að gagni, ég heyrði að í viðlaginu var mjög líkur taktur og í laginu The spins með Mac Miller og því notfærði ég mér það og notaði laglínuna úr því lagi með smá breytingum. Nótan í þeirri laglínu var aðeins of há fyrir mig og heyrði ég því í vinkonu minni Kristín Lára sem ég var viss um að myndi negla þessa nótu, sem hún gerði. Verkið mitt var ekki alveg búið þrátt fyrir að lagið var klappað og klárt því mig langaði einungis að hanna skemmtilega forsíðu fyrir lagið. Ég tók því upp tölvuna og opnaði Photoshop, mig langaði að hafa forsíðuna eftir fyrstu línunni í laginu sem er ,, milljón þúsund áttir“ og því er það á forsíðunni. Forsíðan var klár og prentaði ég út tvö plaggöt hjá litlaprent til þess að hafa á básnum mínum á listahátíðinni. Eftir mikla vinnu var kominn tími á að sýna öllum skólanum lagið á marmaranum. Ég setti verkið mitt upp þannig að ég var með plakat fyrir neðan og ofan básinn minn og tölvu sem þú gast hlustað á lagið með heyrnartólum. Það gekk með miklu prýði og var oft á köflum löng biðröð til þess að hlusta á lagið. Á lokadeginum ákvað ég að rasta allan textann úr laginu á gler með 3D prentaranum í FabLab stofunni svo fólk gat fylgst með textanum á meðan það hlustaði á lagið. Mikið af nemendum og kennurum komu að mér og hrósuðu mér bæði fyrir lagið og forsíðuna.  Ég var mjög ánægður með útkomuna á verkinu mínu og ég get sagt að ég er stoltur af því sem ég gerði. Áfanginn í heild sinni var frábær, að fá að halda listahátíð á marmaranum og sýna öllum skólanum verkið sitt er langt frá því að vera leiðinlegt. Mér fannst verkið mitt ganga vel og nýtti ég tímann vel í skólanum. Það er magnað að sjá texta sem þú skrifaðir verða að lífi og geta hlustað á lag sem þú bjóst til alveg frá grunni. Þetta er svona eins og þú myndir baka köku vel frá grunni og borða hana, þá smakkast hún í flestum tilfellum miklu betri en kaka sem er keypt út í búð. Þetta er búin að vera frábær önn og mig líður eins og ég sé búinn að tengja mig miklu betur við listina heldur en áður og það er þessari braut alfarið að þakka, ég er óendanlega þakklátur.
LÚVÍ - Ólafur Rúnar Kaaber
Published:

LÚVÍ - Ólafur Rúnar Kaaber

Published:

Creative Fields